Það kemur SAGA út úr mér!
„Það kemur SAGA út úr mér“ er kennsluhandbók í lestri eftir Herdísi Egilsdóttur. Handbókin inniheldur allt sem þarf til að kenna hljóðlestur.
Í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar og skýringar. Einnig allur sá efniviður sem kennarinn þarfnast til lestrarkennslunnar. Það eru hljóðsögur með hverjum staf og myndir, spurningar tengdar hljóðsögunni og hugmyndir að því hvernig best er að ræða við börnin og gera námið að skemmtilegum leik. Vísur um hvern staf sem gaman er að syngja og stutt lesdæmi.