Vefsíðan læsi.is inniheldur stafaspjöldin og er fyrst og fremst ætluð til þess að varpa myndunum með hljóðsögunum upp á töflu, í sjónvarpið heima, simann, spjaldtölvuna, þ.e. það tæki sem er tiltækt hverju sinni. Auðvitað geta myndirnar í bókinni þjónað sama hlutverki ef verið er að vinna með einu barni – en hitt getur verið þægilegt og raunar nauðsynlegt þegar fleiri börnum er kennt í einu.
Lagið við vísurnar er spilað á vefsíðunni til að við sem ekki lesum nótur getum lært lagið til að syngja það með börnunum. Nóturnar við lagið eru í bókinni. Einnig er hægt að kaupa bókina héðan af síðunni og fá hana senda heim – Þannig ættu allir að geta nálgast hana án fyrirhafnar.
Það er hægt að skrá sig á póstlista hér á síðunni og þar er verið að hugsa til framtíðar – til dæmis þegar við getum boðið upp á léttar lesæfingar, hvort sem það væri til útprentunar endurgjaldslaust eða léttlestrarbækur sem hægt væri að kaupa. Á síðunni eru nokkur innslög frá fyrirlestrum höfundar um læsi, annars vegar í HR haustið 2015 og hins vegar í Gerðubergi ætlað kennurum hjá Reykjavíkurborg.
Þessi innslög eru ætluð til að leggja áherslu hvernig gott er að bera sig að, hvað er áríðandi o.s.frv.
Vefsíðan er öllum opin en nýtist ekki nema efni bókarinnar sé með í för.